Greinasafn eftir: odinn

Stjörnublika seld

Blæsdóttirin Stjörnublika frá Valhöll seldist fyrr á árinu. Hún er geðgóð og hreingeng alhliðahryssa og óskum við nýjum eigendum velfarnaðra með hana,

Meistaraeinkunn í gæðingaskeiði

Embla frá Valhöll náði 7,50 í einkunn, en meistaraflokkseinkunn er 6,50 og er þetta frábær árangur fyrir 5 vetra hryssu í sinni fyrstu keppni. Þremur klukkutímum seinna tók hún þátt í 100m skeiði og hljóp á 7,87 sek. Það er búið að halda henni undir Spuna frá Vesturkoti og fer í sónar á fimmtudag. Það var ákveðið að "enda" ferilinn á skeiðkappreiðum og svo á Metamóti Andvara í A-flokk.

Kynbótadómar á HM – Video af Smá frá Þúfu

Meyla hrynur í dómi

Meyla hrynur í dómi

Nú eru kynbótadómar á fullu á HM i Austurríki. Rauðhetta frá Kommu er efst í flokki 6 vetra hryssna með 8,45 í aðaleinkunn og Smá frá Þúfu er efst í 5 vetra flokki með 8,32 í aðaleinkunn. Báðar hækkar þessar hryssur frá þvi á Landsmóti. Það vekur athygli að enn og aftur hrynja Sænsku hrossin þegar á HM er komið en tvær sænskar hryssur eru þegar búnar. Meyla från Jemthagen lækkar frá því í vor úr 8,80 fyrir hæfileika í 7,98 og Ásdís från Knutshyttan lækkar úr 8,58 í 8,00 fyrir kosti. Hvað er að gerast í Svíþjóð þegar þetta gerist hvert Heimsmeistaramótið af öðru?? Við óskum íslensku keppenunum velfarnaðar 🙂

Halda áfram að lesa

Embla frá Valhöll með 8,23 í aðaleinkunn

Embla frá Valhöll endaði í 12.sæti af 60 hryssum í 5 vetra flokki á LM201. Hún hlaut 8,23 í aðaleinkunn. 8,5 fyrir tölt 8,0 fyrir brokk og 9,5 fyrir SKEIÐ. Embla fer í sumar undir hest. Það er sonur minn Owen Rúna sem á hryssuna. Systir hennar Meisa frá Valhöll er að mörgu leiti lík henni og stefnt er með hana í dóm næsta vor. Halda áfram að lesa

Nátthrafn vann- Video af Herjólfi

Margir biðu spenntir eftir Herjólfi frá Ragnheiðarsstöðum nú í kvöld en hann hefur verið mikið í umræðunni allt frá því að byrjað var að temja hann í fyrravetur. Herjólfur er undan Hendingu frá Úlfsstöðum og Gígjari frá Auðsholtshjáleigu. Úrslitin urðu eftirfarandi í Töltinu: A-úrslit 1. Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi – 9,22 2. Sigurður Sigurðarson og Kjarnorka frá Kálfholti – 8,78 3. Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum – 8,56 4. Hinrik Bragason og Sveigur frá Varmadal – 8,22 5. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Smyrill frá Hrísum - 7,94
Aspar frá Fróni

Aspar frá Fróni

B-úrslit 5. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Smyrill frá Hrísum – 8,11 6. Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Mið-Fossum – 8,06 7. Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum II – 7,78 8. Sigurbjörn Bárðarson og Jarl frá Mið-Fossum – 7,61 9. Eyjólfur Þorsteinsson og Klerkur frá Bjarnanesi – 7,61
Stemma Holstmúla

Stemma Holstmúla