Greinasafn fyrir flokkinn: Hugleiðingar

Skoða hugleiðingar

Kynvilltur stóðhestur kostar eigendur sína milljarða kr.

War Emblem

War Emblem

Ég var á netinu og sá þessa frétt á visir.is (frá því í fyrrasumar) Menn vita ekki hvort hann er kynvilltur, kyndaufur eða bara húðlatur. Allavega hafa eigendur stóðhestsins War Emblem séð á eftir milljörðum kr. í tapaða folatolla því hesturinn vill ekki fjölga sér. Þegar stóðhestastöðinni Shadai í Japan tókst að kaupa War Emblem árið 2003 þóttust menn þar á bæ hafa himinn höndum tekið. Hesturinn hafði unnið hið þekkta Kentucky Darby veðhlaup árið áður og eigendur Shadai töldu að þeir myndu hagnast mikið á folatollum á næstu árum. War Emblem hafði aðrar áætlanir á prjónunum. Árið 2003 köstuðu aðeins Halda áfram að lesa

Ágrip

Hestur á fullri ferð á skeiði

Hestur á fullri ferð á skeiði

Mikið er rætt um ágrip kynbótahrossa og hverjar séu ástæður þeirra. Ekki eru allir á einu máli hvað þetta varðar og hvað þá hvað gera skuli til að fækka ágripum. Ég er nokkuð sammála þeim aðilum sem segja mér að þeir noti ekki stóðhesta sem ekki er hægt að sýna á notkunnar á legghlífum, því að þar hljóti "ágripagjarn" stóðhestur vera á ferðinni og miklar líkur á að hann erfi þann galla. Fyrir mér er alveg ljóst að meginþættirnir eru þrír: Ætt hrossins, veður-/brautaraðstæður og knapinn. Það eru ákveðin kyn sem eru meiri flækjufótar en önnur og það er áberandi hversu mikinn samslátt maður heyrir Halda áfram að lesa

Hugleiðingar

Hér hef ég ætlað að viðra hugleiðingar mínar bæði hvað varðar hross, menn og daglegt líf. En þessar hugleiðingar hafa kannski ekkert að gera með rekstur á Foli ehf, heldur eru þetta mínar persónulegu skoðanir á líðandi stund þ.e. eitthvað sem kallast á vondri íslensku "BLOGG"

Hugleiðingar um folatolla

Flest í þjóðfélaginu er að hækka mikið nú um stundir og flestir landsmenn orðnir sérfræðingar í alls kyns hugtökum eins og bindiskyldu, gengi, skortstöðu, vísitölur og fleira slíkt. Hvernig ætli þekking fólks í nágrannaþjóðum okkar vera hvað þetta varðar, einhvern veginn er mér það til efs að þeir séu jafnmiklir sérfræðingar eins og við hér á klakanum. En þegar enn ein fréttin kom um vísitölur (vísitölutengingu verðs á veiðileyfum) þá datt mér það í hug hvaða verð væri á folatollum ef að verð þeirra hefði verið vísitölutryggt. Ef ég gef mér að það hafi kostað 60.000 kr undir Blakk frá Brekku fyrir Halda áfram að lesa