Ótrúlegt atvik hjá Meistaradeild VÍS

Breiðfylkingin fer í gegnum ísinn

Breiðfylkingin fer í gegnum ísinn

Maður ætlaði varla að trúa þeim fréttum sem heyrðust í dag að 12 hestar og knapar hafi lent ofan í tjörninni þegar þeir voru að ríða lokaatriði á blaðamannafundi sem kynna átti Meistaradeild VÍS. Knaparnir riðu hestum í breiðfylkingu og við það gaf ísinn á tjörninni sig með þeim afleiðingum að knapar og hestar lentu úti. Það fór sem betur fer svo að enginn hestur né knapi er alvarlega meiddur en það getur tekið hesta talsvert langan tíma að jafna sig eftir svona atburð. Það hefði getað orðið mikið tjón en einn knapi sem ég talaði við sagði að verðmæti hrossanna sem þarna fóru niður væri kannski um 100 milljónir. Allir sem komu þarna að sögðu að Fjölnir Þorgeirsson og fleiri unnu það mikla þrekvirki að koma hestunum uppúr. „ Vatnið var ískalt og hrossin voru farin að gefast upp. Ég setti fæturna á hrossunum ofan á lærið á mér, lyfti undir lendina og rak á þau og þá tóku þeir á því.“ segir Fjölnir Þorgeirsson. Þetta er leiðindar atvik og ljóst er að alltaf geta komið upp svona atvik þegar riðið er á tjörnum og vötnum, en jafnframt er mikilvægt að kanna ísinn vel áður en svona uppákoma er sett á. Það sem gerði útslagi í þessu máli var þegar hestarnir riðu breiðfylkingu og nokkur tonn voru þá á ísnum á mjög litlu svæði. Sjá myndband frá Ben Media: SMELLA HÉR