Álfur frá Selfossi – Pantanir

Álfur á LM2006

Álfur á LM2006

Byrjað er að taka á móti pöntunum undir stóðhestinn Álf frá Selfossi en hann verður á suðurlandi allt næsta sumar. Fyrstu afkæmi hans eru í tamningu og fara vel af stað, en fljótlega verða birtar myndir hér á síðunni af afkvæmum hans sem Christina Lund eigandi hestsins tók á ferð sinni hér á landi á dögunum. Virðist Álfur erfa vel mýkt og fótaburð sem hann er orðinn landsþekktur fyrir en flest afkvæma hans eru stærri en hann sjálfur þó svo hann teljist ekki lítill hestur (142 cm á herðakamb). Álfur hefur hlotið fyrir Sköpulag 8.11, fyrir hæfileikar 8.69 og í Aðaleinkunn 8.46 þar af 9,5 fyrir tölt, Vilja/geðslag og feg.reið hann er klárlega í fremstu röð klárhesta.

Áhugasömum er bent á pantanir hér á síðunni en eingöngu er hægt að panta á netinu. PÖNTUNAREYÐUBLAÐ

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *