Um síðuna

arabaer2

Hallgrímur á góðri stund

Megintilgangur vefsíðunnar www.foli.is er þjónusta er varaðar tamningu, sölu og miðlun stóðhesta. Síðan var fyrst sett í loftið árið 2001 of ver fyrst um sinn fyrst og fremst til miðlunar stóðhesta. Árið 2012 kom upp sú tillaga að efla hana sem fréttasíðu og samstarf hafið við Hallgrím Birkisson sem áður var í Arabæ. Hallgrímur hefur um árabil verið framarlega í flokki knapa á suðurlandi og verið liðtækur í kaupum og sölu hrossa allt frá ungum efnilegum hrossum upp í keppnis- og kynbótahross í fremstu röð. Á síðunni er svokölluð RSS fréttaveita þar sem fréttir af öllum helstu fréttamiðlum hestamennskunnar eru á einum stað. Þessi fréttaveita leitar að nýjustu fréttunum á 15 sekúndna fresti og þannig er tryggt að allar nýjustu fréttirnar birtast nánast um leið og þær fara í loftið á þeim miðlum sem þær skrifa. Jafnframt er stefnt á að vera alltaf með mikið úrval af söluhrossum í fremstu röð og bjóða hesteigendum upp á að senda hross í sölu og eða fá fulltrúa foli.is til að koma á staðinn, taka myndir/video, verðmeta hrossið og auglýsa á síðunni. Fyrir þá sem hafa áhuga á að koma hrossum í sölumeðferð og/eða fá okkur á staðinn vinsamlegast hafið samband við Hallgrím í síma 864-2118 eða Óðinn í síma 866-1230.